Aufsatz(elektronisch)15. Juni 2012

Nýja kvennahreyfingin á Norðurlöndum á áttunda áratug 20. aldar

In: Icelandic Review of Politics and Administration: IRPA = Stjórnmál og stjórnsýsla, Band 8, Heft 1, S. 195-218

Verfügbarkeit an Ihrem Standort wird überprüft

Abstract

Hér er fjallað um nokkrar nýlegar rannsóknir á nýju kvennahreyfingunni í Svíþjóð, Noregi og Danmörku á áttunda áratug 20. aldar. Byggist greinin einkum á rannsóknum sænsku sagnfræðinganna Elisabeth Elgán og Emma Isaksson, norsku sagnfræðinganna Trine Rogg Korsvik og Gro Hagemann og danska stjórnmálafræðingsins Drude Dahlerup. Allar hafa þessar fræðikonur verið framarlega í þessum rannsóknum á undanförnum árum eða skrifað mikilvægar greinar. Í þeim fjalla þær um "tilurðarsögu" hreyfinganna í viðkomandi löndum, baráttuaðferðir þeirra, hugmyndafræði og tengsl hreyfinganna við jafnréttisbaráttuna í öðrum löndum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Er sú "tilurðarsaga" jafnframt tekin til endurskoðunar. Áhugaverðar eru lýsingar á því hvernig hinar ýmsu opinberu "aðgerðir" sem gripið var til í baráttunni endurspegluðu afstöðu kvennanna til málefnisins. Baráttan beindist að auknu jafnrétti í samfélaginu og hafði þess vegna sterka pólitíska skírskotun sem aftur á móti gat orsakað klofning þegar sósíalísk hugmyndafræði og róttækur femínismi tókust á. Markmiðið með greininni er fyrst og fremst það að draga fram ákveðna þætti sem mótuðu baráttuaðferðirnar, rýna í hugmyndafræðina sem byggt var á og skoða þróunina sem varð í löndunum þremur. Tekin eru dæmi af baráttu íslensku Rauðsokkahreyfingarinnar þar sem við á. Í lokin er varpað fram nokkrum spurningum um hvort Rauðsokkahreyfingin á Íslandi hafi byggst upp á sömu þáttum eða þróast með svipuðum hætti og í þessum norrænu systurlöndum. Þeim spurningum verður að vísu ekki svarað nema til komi verulega auknar rannsóknir á þessu sviði hér á landi.

Verlag

Institute of Public Administration and Politics - Icelandic Review of Politics and Administration

ISSN: 1670-679X

DOI

10.13177/irpa.a.2012.8.1.9

Problem melden

Wenn Sie Probleme mit dem Zugriff auf einen gefundenen Titel haben, können Sie sich über dieses Formular gern an uns wenden. Schreiben Sie uns hierüber auch gern, wenn Ihnen Fehler in der Titelanzeige aufgefallen sind.